Enski boltinn

Bobby Zamora á leiðinni til Hull

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Bobby Zamora fagnaði ekki mörgum mörkum í búningi Fulham.
Bobby Zamora fagnaði ekki mörgum mörkum í búningi Fulham. Mynd/AFP

Fulham hefur samþykkt fimm milljón punda tilboð Hull í framherjann Bobby Zamora. Hull hefur verið að leita sér að sóknarmanni í sumar og ætlar nú að veðja á hinn 28 ára gamla Bobby Zamora.

Phil Brown, stjóri Hull, var einnig á eftir Michael Owen, Fraizer Campbell og Marc-Antoine Fortune í sumar en þeir fóru allir annað. owen samdi við Manchester United, Campbell fór til Sunderland og Fortune spilar með skoska liðinu Celtic á næsta tímabili.

Zamora var ekki lengi í herbúðum Fulham en hann kom þangað frá west Ham fyrir einu ári og kostaði þá nánast sama og nú. Zamora skoraði aðeins fjögur mörk á síðasta tímabili og olli stjóranum Roy Hodgson miklum vonbrigðum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×