Enski boltinn

Johnson lék í vinstri bakverði hjá Liverpool í kvöld

Elvar Geir Magnússon skrifar
Glen Johnson í leiknum.
Glen Johnson í leiknum.

Liverpool lék sinn fyrsta leik á undirbúningstímabilinu í kvöld þegar liðið gerði markalaust jafntefli við St. Gallen í Sviss. Glen Johnson lék sinn fyrsta leik með Liverpool en han nvar vinstri bakvörður.

Fabio Aurelio og Andrea Dossena gátu ekki leikið í kvöld og brá Rafael Benítez á það ráð að nota Johnson í vinstri bakverði. Hann var virkilega ánægður með frammistöðu Johnson.

Benítez leyfði mörgum leikmönnum að spila í leiknum.

Byrjunarlið Liverpool: Cavalieri, Insua, Carragher, San Jose Dominguez, Degen, Babel, Gerrard (fyrirliði), Spearing, El Zhar, Nemeth, Voronin. Varamenn - Darby, Skrtel, Plessis, Kelly, Johnson, Ngog, Sanchez Ayala, Leiva, Pacheco, Kuyt, Benayoun






Fleiri fréttir

Sjá meira


×