Enski boltinn

Sorgardagur fyrir alla hjá félaginu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Martin Laursen hefur lokið keppni.
Martin Laursen hefur lokið keppni. Nordic Photos/Getty Images

Daninn Martin Laursen tilkynnti í dag að hann neyddist til þess að leggja skóna á hilluna þar sem hann væri með ónýtt hné. Hann sagði á blaðamannafundinum að það væri sérstakt til þess að hugsa að hann ætti aldrei aftur eftir að spila fótbolta.

Laursen hefur átt í þrálátum meiðslum síðastu ár og alltaf á sama hnénu. Á endanum var það síðan góða hnéð sem varð honum að falli en það hafði staðið af sér ýmislegt á meðan hitt hnéð var meira og minna í lamasessi.

„Þetta er sorgardagur fyrir alla hjá félaginu því Martin hefur verið okkur afar kær og maður sem menn líta upp til," sagði Martin O´Neill, stjóri Villa.

„Þetta er samt sérstaklega sárt fyrir hann þar sem hann mun ekki geta spilað fótbolta á nýjan leik. Það eru samt allir miður sín yfir þessum tíðindum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×