Enski boltinn

Drogba ætlar að framlengja við Chelsea til 2012

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Didier Drogba skoraði fyrir Chelsea á móti Inter í nótt.
Didier Drogba skoraði fyrir Chelsea á móti Inter í nótt. Mynd/AFP

Didier Drogba er ekkert á förum frá enska úrvalsdeildarliðinu Chelsea. Drogba er að fara skrifa undir nýjan þriggja ára samning við enska liðið að sögn stjórans Carlo Ancelotti.

„Drogba er mjög mikilvægur leikmaður fyrir okkur og við viljum að hann spili áfram fyrir Chelsea," sagði Carlo Ancelotti og bætti við.

„Það væri ekki hægt að fylla í hans skarð því enginn annar framherji í heiminum gæti skilað því sem hann gerir. Ég hef talað við Drogba og hann vill ólmur vera áfram," sagði Ancelotti.

Drogba skoraði annað marka Chelsea í 2-0 sigri á Inter í æfingaleik í Bandaríkjunum í gær. Hann hefur skorað 94 mörk í 216 leikjum fyrir Lundúnaliðið.

Nýi samningur Drogba er til þriggja ára og hann verður því í herbúðum liðsins til 2012 að minnsta kosti.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×