Innlent

Tryggvi: Stjórnin fallin náist ekki meirihluti

Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, situr í efnahags- og skattanefnd.
Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, situr í efnahags- og skattanefnd. Mynd/Anton Brink

„Þetta lýsir samstöðuleysi innan stjórnarflokkanna í þessu máli. Þetta virðist vera að sigla í alveg sama horf og í sumar þegar órólegadeildin í Vinstri grænum átti mjög erfitt með að samþykkja þetta," segir Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.

Meirihlutinn í efnahags- og skattanefndar er klofinn í afstöðu sinni til frumvarps um ríkisábyrgð vegna Icesave reikninga Landsbankans. Þingmenn VG og Samfylkingar í nefndinni standa að tveimur álitum til fjárlaganefndar.

Tryggvi, sem á sæti í efnahag- og skattanefnd, segir að allt líti út fyrir að stjórnarandstaðan muni öll greiða atkvæði gegn frumvarpinu. Niðurstaðan í þinginu verði að öllum líkindum afgerandi ólíkt því þegar sjálfstæðismenn sátu flestir hjá við afgreiðslu málsins í sumar.

Tryggvi segist ekki gera sér grein fyrir því hvort að það sé meirihluti í þinginu fyrir frumvarpinu. „Ef flokkarnir eru ekki með meirihluta í málinu er ríkisstjórnin búin að vera.“






Tengdar fréttir

Meirihlutinn klofinn í efnahags- og skattanefnd

Meirihluti í efnahags- og skattanefnd er klofinn í afstöðu sinni til frumvarps um ríkisábyrgð vegna Icesave reikninga Landsbankans. Þingmenn VG og Samfylkingar í nefndinni standa að tveimur álitum til fjárlaganefndar. Ögmundur Jónsson, þingmaður VG, segir að ekki sé um klofning að ræða heldur mismunandi áherslur. Hann og Lilja Mósesdóttir eiga sæti í nefndinni fyrir hönd VG.

Icesave afgreitt úr fjárlaganefnd á mánudag

Björn Valur Gíslason, þingmaður VG og varaformaður fjárlaganefndar, segir að frumvarp ríkisstjórnarinnar um ríkisábyrgð vegna Icesave reikninga Landsbankans verði að öllum líkindum afgreitt úr fjárlaganefnd á mánudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×