Erlent

Sjóræningi leiddur fyrir dómara í New York

Skipstjórinn Richard Phillips. Abdiwali Abdiqadir Muse tók þátt í að halda Phillips í gíslingu.
Skipstjórinn Richard Phillips. Abdiwali Abdiqadir Muse tók þátt í að halda Phillips í gíslingu. MYND/AP
Sómalski unglingurinn Abdiwali Abdiqadir Muse var í dag leiddur fyrir dómara í New York til að svara ákæru um sjórán. Muse er eini eftirlifandi sjóræninginn sem úr hópi sem tók bandaríska skipstjórann Richard Phillips í gíslingu undan strönd Sómalíu fyrr í mánuðinum eftir að sjóræningjunum mistókst að ræna flutningaskipinu Maersk Alabama.

Sérsveitarmenn frelsuðu Phillips um páskana og felldu alla hina sjóræningjana í skotbardaga.

Talið er að þetta sé í fyrsta sinn í heila öld sem nokkur sé dreginn fyrir dóm í Bandaríkjunum ákærður fyrir sjórán.

Foreldrar Muse segja hann sextán ára en yfirvöld í Sómalíu segja hann átján ára. Bandaríska blaðið New York Times greinir frá því að foreldrar drengsins hafi haft samband við Hvíta húsið og óskað eftir því að Barack Obama Bandaríkjaforseti tryggði að hann fengi réttláta málsmeðferð og ekki yrði tekið á honum af fullri hörku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×