Fótbolti

Lionel Messi æfði á ströndinni í Abu Dhabi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lionel Messi er meiddur á ökkla.
Lionel Messi er meiddur á ökkla. Mynd/AFP
Besti knattspyrnumaður Evrópu, Lionel Messi, æfði í morgun á ströndinni í Abu Dhabi til þess að reyna að ná sér góðum að ökklameiðslunum sem hann varð fyrir í Meistaradeildinni í síðustu viku.

Messi gat ekki verið með Barcelona-liðinu um helgina en er að vonast til þess að ná undanúrslitaleiknum í Heimsmeistarakeppni félagsliða á móti liði Atlante frá Mexíkó en sá leikur fer fram á morgun.

Í stað þess að æfa með restinni af liðinu þá fór Argentínumaðurinn einn með bolta niður á strönd og hljóp bæði með ogán bolta. Aðalástæðan var að minnka álagið á ökklann þar sem að það er mýkra að hlaupa í sandinum en á "hörðum" grasvellinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×