Enski boltinn

Barnabarn Ferguson alvarlega slasað

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alex Ferguson, stjóri Manchester United.
Alex Ferguson, stjóri Manchester United. Nordic Photos / Getty Images
Fyrrum tengdadóttir og tvö barnabörn Alex Ferguson, knattspyrnustjóra Manchester United, lentu í alvarlegu bílslysi í gærmorgun.

Nadine Ferguson er fyrrum eiginkona Darren, sonar Alex. Tíu ára sonur þeirra slasaðist alvarlega í slysinu og var fluttur á sjúkrahús. Ástand er sagt mjög alvarlegt en líðan hans stöðug.

Nadine var sömuleiðis flutt á sjúkrahús og ástand hennar sagt alvarlegt. Dóttir hennar sem er sex ára hlaut minniháttar meiðsli í slysinu.

Talsmaður Manchester United sagði þetta vera einkamál Sir Alex og fjölskyldu hans.

Alex Ferguson stýrði sínum mönnum í United til 3-1 sigurs gegn Arsenal í Meistaradeild Evrópu í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×