Enski boltinn

Jafnt hjá Villa og Tottenham

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Michael Dawson skoraði jöfnunarmark Tottenham í dag.
Michael Dawson skoraði jöfnunarmark Tottenham í dag. Nordic Photos / Getty Images

Tottenham komst upp í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar í dag er liðið gerði 1-1 jafntefli við Aston Villa á útivelli í dag.

Gabriel Agbonlahor kom Villa yfir á 10. mínútu leiksins er hann skoraði af stuttu færi eftir að skalla Carlos Cuellar var bjargað á línu.

Michael Dawson jafnaði svo metin fyrir Tottenham á 77. mínútu er hann tók niður fyrirgjöf Benoit Aossou-Ekotto og skoraði með þrumuskoti.

Á lokamínútum leiksins átti svo varamaðurinn Emile Heskey skalla yfir mark Tottenham.

Tottenham er í þriðja sæti deildarinnar með 26 stig, einu meira en Arsenal sem á tvo leiki til góða. Aston Villa er í fimmta sætinu með 23 stig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×