Fótbolti

Fimmta tap Kristianstad

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hólmfríður Magnúsdóttir í leik með KR síðastliðið tímabil.
Hólmfríður Magnúsdóttir í leik með KR síðastliðið tímabil. Mynd/Daníel

Kristianstad tapaði um helgina sínum fimmta leik í röð í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Elísabet Gunnarsdóttir er þjálfari liðsins.

Kristianstad tapaði fyrir LdB Malmö á heimavelli, 7-2. Hólmfríður Magnúsdóttir lagði upp fyrr mark liðsins og skoraði svo sjálf síðara markið.

Auk Hólmfríðar voru þær Erla Steina Arnardóttir og Guðný Björk Óðinsdóttir í byrjunarliði Kristianstad. Dóra Stefánsdóttir var í byrjunarliði Malmö.

Malmö og Umeå eru á toppi deildarinnar með tólf stig eftir fimm leiki. Kristianstad er stigalaust á botni deildarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×