Enski boltinn

Ferguson: Við vorum betra liðið í leiknum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United.
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United. Mynd/AFP

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, þótti úrslit leiks Manchester United og Liverpool í dag ekki gefa rétta mynd af leiknum en Liverpool vann þá 4-1 sem var fyrsti sigur félagsins á Old Trafford í fimm ár.

„Við töpuðum leik og þá er bara að svara því í næsta leik. það ætlum við líka að gera," sagði Sir Alex eftir leikinn.

„Það er erfitt að sætta sig við svona tap því mér fannst við vera betra liðið í leiknum. Úrslitin gefa ekki rétta mynd af leiknum en þegar þú vinnur 4-1 þá færðu allt hrósið," sagði Ferguson.

„Ef deildin væri að byrja núna og ég fengi fjögurra stiga forskot þá myndi ég alltaf þiggja það," sagði Skotinn reyndi sem hefur séð tímanna tvenna í boltanum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×