Enski boltinn

Everton lagði Sunderland

Steven Pienaar var á skotskónum hjá Everton í dag
Steven Pienaar var á skotskónum hjá Everton í dag AFP

Sunderland er enn í bullandi fallhættu í ensku úrvalsdeildinni eftir 2-0 tap á heimavelli fyrir Everton í dag. Steven Pienaar og Marouane Fellani skoruðu mörk Everton og tryggðu að Sunderland hefur aðeins unnið einn af síðustu tíu leikjum sínum í deildinni.

Sunderland hefur 35 stig og er í fjórum stigum frá fallsvæðinu. Liðið á erfiða leiki eftir á lokasprettinum þar sem það á m.a. eftir að leika við Chelsea.

Everton er hinsvegar í þægilegum málum í efri hlutanum. Sigurinn í dag kom liðinu upp fyrir Aston Villa og í fimmta sæti deildarinnar. Villa á leik til góða gegn Fulham annað kvöld, en þar þarf Hull nauðsynlega á sigri að halda enda aðeins þremur stigum frá fallsvæðinu.

Það eru West Brom (28 stig), Middlesbrough (31 stig) og Newcastle (31 stig) sem sitja í fallsætunum, en þar fyrir ofan sitja Hull (34 stig) og Sunderland (35 stig).






Fleiri fréttir

Sjá meira


×