Enski boltinn

Tvö mörk og miklir yfirburðir hjá Liverpool

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dirk Kuyt fagnar marki sínu.
Dirk Kuyt fagnar marki sínu. Mynd/GettyImages

Liverpool er 2-0 yfir á móti Newcastle í hálfleik á leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni. Það lítur því út fyrir að Liverpool minnki forskot Manchester United aftur í þrjú stig.

Yossi Benayoun skoraði fyrra markið á 22. mínútu eftir sendingu frá Dirk Kuyt og Kuyt skoraði síðan seinna markið með skalla á 28. mínútu eftir hornspyrnu Steven Gerrard.

Liverpool er búið að vera 62 prósent með boltann í fyrri hálfleiknum og staðan er 11-2 í marktilraunum.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×