Fótbolti

Sonur Maradona stendur með föður sínum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Diego Armando Maradona, landsliðsþjálfari Argentínu, hefur mátt þola mikla gagnrýni eftir að hann tók við landsliðsþjálfarastarfinu.

Þrátt fyrir það tókst honum að koma liðinu á HM en með naumindum þó.

Sonur Maradona, sem heitir einnig Diego Maradona, hefur tekið upp hanskann fyrir föður sinn og segist hafa tröllatrú á honum.

„Það getur enginn kennt Diego hvernig á að vinna HM með Argentínu eða hvernig eigi að vera í treyjunni," sagði sonurinn.

„Ég hef alltaf stutt Argentínu og mun gera það áfram næsta sumar þegar faðir minn verður á bekknum."

Diego yngri mun taka þátt á HM í strandfótbolta um miðjan mánuðinn en hann var valinn í ítalska landsliðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×