Íslenski boltinn

Sex leikmenn dæmdir í bann í Pepsi-deild karla

Ómar Þorgeirsson skrifar
Yngvi Magnús Borgþórsson.
Yngvi Magnús Borgþórsson. Mynd/Daníel

Aga -og úrskurðarnefnd knattspyrnusambands Íslands hittist á fundi í dag og úrskurðaði sex leikmenn í Pepsi-deild karla í leikbann.

Hallur Hallsson hjá Þrótti var dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að hafa fengið átta gul spjöld og leikur því ekki meira á þessu sumri.

Joseph Tillen hjá Fram, Olgeir Sigurgeirsson hjá Breiðabliki, Yngvi Magnús Borgþórsson hjá ÍBV, Kristján Ómar Björnsson hjá Þrótti og Pétur Georg Markan hjá Val fengu hins vegar allir eins leiks bann og spila því ekki með liðum sínum á sunnudaginn kemur þegar næst síðasta umferð deildarinnar fer fram.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×