Enski boltinn

Mikilvægur sigur hjá Bolton

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gardner fagnar hér marki sínu í leiknum.
Gardner fagnar hér marki sínu í leiknum. Nordic Photos/Getty Images

Bolton vann góðan sigur á Newcastle, 1-0, á heimavelli sínum í dag.

Það var Ricardo Gardner sem skoraði eina mark leiksins á 47. mínútu. Hann hafði komið af bekknum í leikhléi og var ekki lengi að láta að sér kveða.

Grétar Rafn Steinsson var sem fyrr í byrjunarliði Bolton og lék allan leikinn.

Bolton komst upp í tíunda sæti deildarinnar með sigrinum en Newcastle í mikilli fallhættu í fimmtánda sætinu, þrem stigum frá fallsæti.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×