Enski boltinn

Rooney: Tilbúinn að skrifa undir nýjan samning hvenær sem er

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Wayne Rooney, leikmaður Manchester United.
Wayne Rooney, leikmaður Manchester United. Mynd/AFP

Wayne Rooney vill enda ferillinn hjá Manchester United og segir í viðtali við blaðið The Sunday Telegraph að hann hefði áhuga á að skrifa undir nýjan samning við ensku meistarana.

„Ég er ánægður hér og er tilbúinn að skrifa undir nýjan samning hvenær sem er," sagði Rooney sem er enn bara 23 ára gamall.

„Ég vil vera hjá þessum klúbbi það sem eftir er af mínum ferli og er tilbúinn að framlengja samning minn um leið og félagið óskar þess," sagði Rooney.

Rooney er búinn að vera á Old Trafford síðan Manchester United keypti hann frá Everton fyrir 26 milljón enskra punda árið 2004. Hann á enn eftir þrjú ár af núverandi samningi sínum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×