Enski boltinn

Upson kominn á sjúkralistann

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Upson, lengst til hægri, spilar ekki næstu leiki.
Upson, lengst til hægri, spilar ekki næstu leiki. Nordic Photos/Getty Images

Hin endalausu meiðslavandræði West Ham héldu áfram í gærkvöldi þegar varnarmaðurinn Matthew Upson meiddist eftir aðeins um hálftíma leik gegn WBA.

Upson meiddist eitthvað á kálfa og þó svo meiðslin séu ekki talin alvarleg koma þau á viðkvæmum tíma fyrir West Ham enda lítið eftir af tímabilinu.

Þetta eru einnig vond tíðindi fyrir enska landsliðið þar sem fastlega var búist við því að Upson yrði í leikmannahópnum fyrir leikina um mánaðamótin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×