Enski boltinn

Jafntefli hjá Íslendingaliðunum - Heiðar sá eini sem spilaði

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Heiðar Helguson lék í 56 mínútur og krækti sér í gult spjald.
Heiðar Helguson lék í 56 mínútur og krækti sér í gult spjald. Mynd/Stefán

Heiðar Helguson var eini íslenski leikmaðurinn sem fékk að spila í fyrstu umferð ensku b-deildarinnar en enski boltinn hófst í dag með leikjum í neðri deildunum.

Heiðar lék fyrstu 56 mínúturnar í 1-1 jafntefli Queen Park Rangers á heimavelli á móti Blackpool. Heiðar fékk gula spjaldið á 30. mínútu en Blackpool var 1-0 yfir þegar honum var skipt útaf. Jöfnunarmark liðsins kom á 86. mínútu.

Brynjar Björn Gunnarsson og Gylfi Már Sigurðsson sátu báðir á bekknum hjá Reading sem gerði markalaust jafntefli á heimavelli á móti Nottingham Forrest. Ívar Ingimarsson er enn að ná sér af meiðslum og var ekki í hópnum.

Kári Árnason var ekki í hópnum hjá Plymouth sem gerði 1-1 jafntefli við Crystal Palace á útivelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×