Spennandi plötur streyma út 8. janúar 2009 08:15 Ný U2 plata í byrjun mars. Þrátt fyrir efnahagslegan samdrátt er auðvitað ekkert lát á útgáfu nýrra platna, enda engin sérstök kreppa á meðal listamanna. Tónlistaráhugafólk hefur yfir mörgu að hlakka á næstunni enda nóg af spennandi plötum að koma út. Ljúfi risinn Antony mætir nú loks með nýja plötu eftir að hann sló í gegn með I Am a Bird Now árið 2005. Antony sem má vel kalla Íslandsvin enda hefur hann spilað hér og dvalið, notar annan Íslandsvin til að útsetja fyrir sinfóníuhljómsveitir sem munu spila með honum á tónleikum. Nico Muhly heitir sá og gaf út í fyrra plötuna Mother Tongue á vegum Bedroom Communications, fyrirtækis Valgeirs Sigurðssonar. Tonight: Franz Ferdinand verður þriðja plata skosku rokkaranna. Platan ku vera undir afrískum áhrifum á köflum og „örugg með sig og kjörin fyrir dansgólfin," eins og söngvarinn gaf nýlega út í viðtali. Nirvana-ekkjan Courtney Love kemur með aðra sólóplötu sína, Nobodys Daughter, en fyrir fimm árum reið hún ekki feitum hesti frá fyrstu sólóplötunni sinni. Courtney þykir í fínu formi þökk sé strangri rækt við búddisma. Helsta aðstoðarfólk hennar á plötunni er Billy Corgan úr Smashing Pumpkins, lagahöfundurinn Linda Perry og Michael Beinhorn, sá sem tók upp hina ágætu plötu Hole, hljómsveitar Courtney, Celebrity Skin. Aftur saman, aftur á dansgólfið The Prodigy snúa aftur í fantaformi.The Prodigy kemur nú saman á ný, hljóðkarlinn Liam og söngvararnir Keith og Maxim á plötunni Invaders Must Die. Síðast var Liam einn á ferð fyrir fimm árum á plötunni Always Outnumbered, Never Outgunned. Nýja platan þykir afturhvarf til sveittrar fortíðar og frá sjónarhóli dansgólfsins þykir þetta besta Prodigy-platan síðan Music for the Jilted Generation kom út. Í byrjun mars heiðrar U2 okkur svo með tólftu sólóplötunni sinni, No Line on the Horizon. Bandið stefndi á grjótharða rokkplötu þegar pælingar hófust við plötugerðina árið 2006 og fékk Rick Rubin á takkana. Efnið sem hann var búinn að taka upp var þó sett í geymslu og gamlir jálkar úr U2-klaninu, Brian Eno, Daniel Lanois og Steve Lillywhite, fengnir til verka. Nýja platan þykir framsækin og nýjungagjörn og þeir sem hafa heyrt hana lofa álíka tónrænu nýjabrumi og á plötunni Achtung Baby. drgunni@frettabladid.is Mest lesið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Nældi sér í einn umdeildan Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Lífið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Fjarsambandinu loksins lokið Tónlist Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Lífið Fleiri fréttir Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Þrátt fyrir efnahagslegan samdrátt er auðvitað ekkert lát á útgáfu nýrra platna, enda engin sérstök kreppa á meðal listamanna. Tónlistaráhugafólk hefur yfir mörgu að hlakka á næstunni enda nóg af spennandi plötum að koma út. Ljúfi risinn Antony mætir nú loks með nýja plötu eftir að hann sló í gegn með I Am a Bird Now árið 2005. Antony sem má vel kalla Íslandsvin enda hefur hann spilað hér og dvalið, notar annan Íslandsvin til að útsetja fyrir sinfóníuhljómsveitir sem munu spila með honum á tónleikum. Nico Muhly heitir sá og gaf út í fyrra plötuna Mother Tongue á vegum Bedroom Communications, fyrirtækis Valgeirs Sigurðssonar. Tonight: Franz Ferdinand verður þriðja plata skosku rokkaranna. Platan ku vera undir afrískum áhrifum á köflum og „örugg með sig og kjörin fyrir dansgólfin," eins og söngvarinn gaf nýlega út í viðtali. Nirvana-ekkjan Courtney Love kemur með aðra sólóplötu sína, Nobodys Daughter, en fyrir fimm árum reið hún ekki feitum hesti frá fyrstu sólóplötunni sinni. Courtney þykir í fínu formi þökk sé strangri rækt við búddisma. Helsta aðstoðarfólk hennar á plötunni er Billy Corgan úr Smashing Pumpkins, lagahöfundurinn Linda Perry og Michael Beinhorn, sá sem tók upp hina ágætu plötu Hole, hljómsveitar Courtney, Celebrity Skin. Aftur saman, aftur á dansgólfið The Prodigy snúa aftur í fantaformi.The Prodigy kemur nú saman á ný, hljóðkarlinn Liam og söngvararnir Keith og Maxim á plötunni Invaders Must Die. Síðast var Liam einn á ferð fyrir fimm árum á plötunni Always Outnumbered, Never Outgunned. Nýja platan þykir afturhvarf til sveittrar fortíðar og frá sjónarhóli dansgólfsins þykir þetta besta Prodigy-platan síðan Music for the Jilted Generation kom út. Í byrjun mars heiðrar U2 okkur svo með tólftu sólóplötunni sinni, No Line on the Horizon. Bandið stefndi á grjótharða rokkplötu þegar pælingar hófust við plötugerðina árið 2006 og fékk Rick Rubin á takkana. Efnið sem hann var búinn að taka upp var þó sett í geymslu og gamlir jálkar úr U2-klaninu, Brian Eno, Daniel Lanois og Steve Lillywhite, fengnir til verka. Nýja platan þykir framsækin og nýjungagjörn og þeir sem hafa heyrt hana lofa álíka tónrænu nýjabrumi og á plötunni Achtung Baby. drgunni@frettabladid.is
Mest lesið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Nældi sér í einn umdeildan Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Lífið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Fjarsambandinu loksins lokið Tónlist Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Lífið Fleiri fréttir Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“
Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist