Enski boltinn

Vieira orðaður við Chelsea

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Patrick Vieira, leikmaður Inter.
Patrick Vieira, leikmaður Inter. Nordic Photos / AFP

Enskir fjölmiðlar segja að Carlo Ancelotti vilji fá Patrick Vieira til liðs við félagið ef því verður leyft að kaupa leikmenn þegar félagaskiptinn opnar um næstu áramót.

Þeir Michael Essien og John Obi Mikel munu ekki geta spilað með Chelsea á meðan að Afríkukeppnin í knattspyrnufer fram í janúar næstkomandi og er Ancelotti sagður vilja fá Vieira til að leysa þá af.

Hins vegar hefur Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, bannað Chelsea að kaupa nýja leikmenn til félagsins fyrr en í janúar 2011. Þeirri ákvörðun hefur Chelsea nú áfrýjað og vonast forráðamenn félagsins til að banninu verði aflétt.

Vieira hefur einnig verið orðaður við sitt gamla félag, Arsenal, en hann er nú á mála hjá Inter á Ítalíu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×