Enski boltinn

Hermann einn af mörgum til að fara frá Portsmouth í sumar?

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Hermann í baráttunni.
Hermann í baráttunni. Nordicphotos/GettyImages
Þrátt fyrir að standa ágætlega að vígi í sjöunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar er talið líklegt að margir leikmanna Portsmouth verði seldir í sumar. Hermann Hreiðarsson gæti orðið einn þeirra en hann hefur meðal annars verið sterklega orðaður við Rangers.

Alexandre Gaydamak, eigandi félagsins, er að leita eftir aðilum til að kaupa klúbbinn af sér. Eftir að hafa eytt óhóflega, um 60 milljónum punda á síðustu tveimur árum, hefur félagið þurft að selja menn eins og Jermain Defoe, Sulley Muntari, Pedro Mendes og Lassana Diarra til að halda skuldasúpunni sem grynnstri.

Talið er að félagið muni selja Peter Crouch, Glen Johnson og jafnvel Niko Kranjcar til að eiga upp í 65 milljónir punda sem félagið skuldar.

Þó svo að Hermann fari ekki á það háa upphæð er talið líklegt að hann fari frá Portsmouth í sumar. Alls eru fimmtán leikmenn að verða samningslausir í sumar, þeirra á meðal er Sol Campbell fyrirliði, sem er launahæsti leikmaður liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×