Íslenski boltinn

Leikið í Pepsi-deild og 1. deild karla í dag

Ómar Þorgeirsson skrifar
Fjölnismenn á góðri stundu.
Fjölnismenn á góðri stundu.

Einn leikur fer fram í Pepsi-deild karla í dag þegar Fylkir heimsækir Fjölni á Fjölnisvöll.

Fylkismenn hafa komið nokkuð á óvart í deildinni í sumar og eru sem stendur í fjórða sæti með ellefu stig og hafa aðeins tapað einum leik til þessa. Fjölnismenn hafa aftur á móti átt dálítið erfitt uppdráttar og eru í tíunda sæti með fjögur stig.

Vinni Fylkir getur liðið skotist upp í annað sætið, um tíma að minnsta kosti, en Fjölnir þarf nauðsynlega á stigunum þremur að halda til þess að slíta sig aðeins frá botnsætunum tveimur.

Þá fara tveir leikir fram í 1. deildinni þar sem Víkingar frá Reykjavík fá Fjarðabyggð í heimsókn og Þórsarar heimsækja topplið Selfoss.

Víkingur og Fjarðabyggð eru bæði með sjö stig um miðja deild og ljóst að sigurliðið blandar sér í toppbaráttuna. Selfoss er enn taplaust og getur með sigri náð þriggja stig forskoti á toppnum en Norðanmenn hafa ekki byrjað sumarið vel og eru í ellefta sæti og þurfa nauðsynlega á stigum að halda.

Með þessum tveimur leikjum í 1. deildinni klárast sjötta umferðin.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×