Íslenski boltinn

Kristján: Enn eitt jafnteflið þegar við áttum að vinna

Ómar Þorgeirsson skrifar
Kristján Guðmundsson.
Kristján Guðmundsson.

Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, var heldur svekktur í leikslok eftir 2-2 jafntefli gegn Þrótti í Pepsi-deildinni á Valbjarnarvelli.

„Enn eitt jafntefli á útivelli og enn einn leikurinn sem við eigum að sigra. Við vorum með öll völd í leiknum í fyrri hálfleik en þá kemur upp smá kæruleysi sem var búið að vara menn við.

Við fengum nóg af færum til þess að hreinlega klára leikinn í fyrri hálfleik en við gerðum það ekki og það er svekkjandi," sagði Kristján í leikslok í kvöld.

„Við höfum ekki verið að tapa mörgum leikjum í sumar en það eru þessi endalausu jafntefli sem eru að kosta okkur gríðarlega mikið. Ég var ánægður með spilamennskuna þegar við vorum í stuttu spilinu í fyrri hálfleik en við náðum okkur ekki almennilega á strik í því í síðari hálfleik.

Þá gengu Þróttararnir á lagið þó svo að við hefðum vissulega getað klárað þetta í lokin," sagði Kristján.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×