Enski boltinn

Allardyce líður vel eftir aðgerðina

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sam Allardyce, stjóri Blackburn.
Sam Allardyce, stjóri Blackburn. Nordic Photos / Getty Images

Líðan Sam Allardyce, knattspyrnustjóra Blackburn, er góð eftir að hann gekkst undir hjartaaðgerð í gær.

Aðgerðin sem Allardyce fór í nefnist æðaviðgerð og sagði læknir Blackburn að hún hefði gengið vel.

„Von er á því að Sam verði útskrifaður af sjúkrahúsinu í dag," sagði læknirinn, Phil Batty.

„Ég vil þakka öllum þeim sem hafa óskað mér góðs bata og öllum starfsmönnum á hjartadeildinni," sagði Allardyce í yfirlýsingu sem birt var í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×