Enski boltinn

Liverpool með Cambiasso í sigtinu?

Ómar Þorgeirsson skrifar
Esteban Cambiasso.
Esteban Cambiasso. Nordic photos/Getty images

Samkvæmt heimildum Sky Sports fréttastofunnar er knattspyrnustjórinn Rafa Benitez hjá Liverpool að búa sig undir fyrir að missa annað hvort Xabi Alonso eða Javier Mascherano í sumar en Alonso er orðaður við Real Madrid og Mascherano er á óskalista Barcelona.

Ef svo fari að hann missi annan hvorn miðjumannanna þá mun Liverpool líklega leggja fram kauptilboð í Esteban Cambiasso hjá Inter en Benitez er sagður mikill aðdáandi Argentínumannsins.

Ómögulegt er þó annað en að setja líka mögulega sölu á Alonso eða Mascherano í samhengi við fréttir breskra fjölmiðla í morgun um að Liverpool sé komið inn í kapphlaupið um Franck Ribery hjá Bayern München en Real Madrid, Barcelona og Manchester United eru einnig öll sögð á eftir Frakkanum knáa.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×