Enski boltinn

Benayoun framlengir við Liverpool

Ómar Þorgeirsson skrifar
Yossi Benayoun.
Yossi Benayoun. Nordic photos/AFP

Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool hefur staðfest að ísraelski landsliðsmaðurinn Yossi Benayoun sé búinn að skrifa undir nýjan samning við félagið. Samningurinn gildir til ársins 2013.

„Ég er mjög ánægður með samninginn. Það er draumur að fá tækifæri til þess að spila áfram með þessu félagi. Ég stefni á að leggja hart að mér til þess að bæta minn leik og vonandi vinna marga titla með félaginu," segir Benayoun í samtali við opinbera heimasíðu Liverpool.

Hinn 29 ára gamli Benayoun kom til Liverpool í júlí árið 2007 en hann spilaði 42 leiki með félaginu á síðustu leiktíð og skoraði 9 mörk.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×