Innlent

603,5 milljónir voru greiddar

Vinnuvélar sem bíða útflutnings Eftir rúm fimm ár lauk nýverið skiptum á þrotabúi Véla og þjónustu.Fréttablaðið/Pjetur
Vinnuvélar sem bíða útflutnings Eftir rúm fimm ár lauk nýverið skiptum á þrotabúi Véla og þjónustu.Fréttablaðið/Pjetur

Kröfur sem lýst var í þrotabú V & Þ hf. (áður Vélar og þjónusta) námu rúmlega 1,3 milljörðum króna. 603,5 milljónir króna fengust upp í kröfur, eða 45,9 prósent.

Búið var tekið til gjaldþrotaskipta í septemberbyrjun 2004, en þeim lauk 26. október síðastliðinn. Búskröfur upp á 31,2 milljónir og forgangskröfur upp á 21,2 milljónir króna fengust greiddar að fullu. 66,77 prósent fengust upp í veðkröfur upp á 749,6 milljónir og 10,13 prósent fengust upp í almennar kröfur, 516,9 milljónir króna.

Eftir gjaldþrotið 2004 ákváðu lánardrottnar að endurreisa fyrirtækið. Hinn 16. október síðastliðinn seldi Kaupþing Rekstrarfélagið Vélar og þjónustu til nýrra eigenda. Starfsemin er á síðu félagsins sögð óbreytt að sinni.

- óká




Fleiri fréttir

Sjá meira


×