Enski boltinn

Sætt að tryggja titilinn á Old Trafford

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Leikmenn United lyfta bikarnum í dag.
Leikmenn United lyfta bikarnum í dag. Nordicphotos/GettyImages
„Þetta er ótrúlegt. Það er mögnuð tilfinning að vinna titilinn þriðja árið í röð. Maður sér það á andlitunum á öllum hér á vellinum. Auðvitað er það sérstaklega sætt að fá að fagna titlinum hér á Old Trafford," sagði kampakátur Wayne Rooney eftir að Manchester United varð Englandsmeistari í dag.

United hefur 11 sinnum unnið ensku úrvalsdeildina en þetta var aðeins í annað sinn sem þeir tryggja sér titilinn á heimavelli. Ryan Giggs tók undir orð félaga síns.

„Við vildum vinna hér á heimavelli, við höfum aðeins einu sinni gert það einu sinni áður," sagði Giggs sem er þakklátari með hverju árinu. „Þegar maður er yngri heldur maður að það komi alltaf fleiri og fleiri titlar en með aldrinum verður það eðlilegra sjaldgæfara og maður er enn þakklátari fyrir hvern og einn."

Giggs sagði jafnframt að hungrið væri enn til staðar hjá honum og með þetta lið gæti United haldið áfram að bæta í titlasafnið, en það mætir Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í næstu viku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×