Kvennagrúppa spilar 15. janúar 2009 06:00 Tónlist Trio Nordica: Bryndís, Mona og Auður. Kvennagrúppan Trio Nordica hefur um fimmtán ára skeið haldið saman og spilað margbreytilega tónlist fyrir landann og erlenda áheyrendur, tekið upp hljómplötur og gefið út. Á sunnudaginn koma þær fram á tónleikum Kammermúsíkklúbbsins í Bústaðakirkju. Á efnisskránni hjá þeim stöllum eru þrjú verk, sitt úr hverri áttinni: píanótríó í f-moll eftir Dvorák, tríó eftir Henze og píanótríó eftir Taneyev. Er um frumflutning að ræða á tríói Taneyevs hér á landi, en tríóið er afar krefjandi og stórbrotið. Trio Nordica skipa Auður Hafsteinsdóttir fiðluleikari, Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari og Mona Kontra píanóleikari. Taneyev er ekki kunnur hér á landi en hann fæddist 1856 og lést 1915, kominn af tónlistarfólki, lærði hjá Tchaikovskí og var honum handgenginn, kunnur píanóleikari á sinni tíð og kennari, setti saman stórt fræðilegt verk um kontrapunkt og minna um canónuna. Hann var alfræðingur en leit á tónsmíðar sem stærðfræðilegt verkefni. Eftir hann liggja mörg verk af fjölbreytilegu tagi, þeirra á meðal ópera sem sækir texta í Oresteiu Eskilosar. Verk Dvoráks og Henze eru kunnari hér á landi. Tríóið hefur leikið víðs vegar og fengið frábæra dóma fyrir leik sinn. Fram undan er fjöldi tónleika, meðal annars á Íslandi, Finnlandi og í Svíþjóð. Tríóið mun vera með tónleika á Listahátíð í Reykjavík 2009. Trio Nordica hefur nýlokið upptökum á geisladisk gefnum út af INTIM Musik, með verkum eftir Elfridu Andrée, en hún var sænskt tónskáld, fædd 1841 og lést 1929. Hún var framarlega í sveit framakvenna á sinni tíð og naut álits í Svíþjóð en hún starfaði sem organisti við dómkirkjuna í Gautaborg. Meðal verka hennar má nefna óperuna Friðþjófs sögu, fjórar sinfóníur oog smærri verk meðal annars fyrir tríó sem þær stöllur hafa nú hljóðritað. Tónleikaröð Kammermúsíkklúbbsins er aðgengileg á vefsíðu klúbbsins www.kammer.is, en tónleikar hans hafa um langt árabil verið í Bústaðakirkju. pbb@frettabladid.is Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Kvennagrúppan Trio Nordica hefur um fimmtán ára skeið haldið saman og spilað margbreytilega tónlist fyrir landann og erlenda áheyrendur, tekið upp hljómplötur og gefið út. Á sunnudaginn koma þær fram á tónleikum Kammermúsíkklúbbsins í Bústaðakirkju. Á efnisskránni hjá þeim stöllum eru þrjú verk, sitt úr hverri áttinni: píanótríó í f-moll eftir Dvorák, tríó eftir Henze og píanótríó eftir Taneyev. Er um frumflutning að ræða á tríói Taneyevs hér á landi, en tríóið er afar krefjandi og stórbrotið. Trio Nordica skipa Auður Hafsteinsdóttir fiðluleikari, Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari og Mona Kontra píanóleikari. Taneyev er ekki kunnur hér á landi en hann fæddist 1856 og lést 1915, kominn af tónlistarfólki, lærði hjá Tchaikovskí og var honum handgenginn, kunnur píanóleikari á sinni tíð og kennari, setti saman stórt fræðilegt verk um kontrapunkt og minna um canónuna. Hann var alfræðingur en leit á tónsmíðar sem stærðfræðilegt verkefni. Eftir hann liggja mörg verk af fjölbreytilegu tagi, þeirra á meðal ópera sem sækir texta í Oresteiu Eskilosar. Verk Dvoráks og Henze eru kunnari hér á landi. Tríóið hefur leikið víðs vegar og fengið frábæra dóma fyrir leik sinn. Fram undan er fjöldi tónleika, meðal annars á Íslandi, Finnlandi og í Svíþjóð. Tríóið mun vera með tónleika á Listahátíð í Reykjavík 2009. Trio Nordica hefur nýlokið upptökum á geisladisk gefnum út af INTIM Musik, með verkum eftir Elfridu Andrée, en hún var sænskt tónskáld, fædd 1841 og lést 1929. Hún var framarlega í sveit framakvenna á sinni tíð og naut álits í Svíþjóð en hún starfaði sem organisti við dómkirkjuna í Gautaborg. Meðal verka hennar má nefna óperuna Friðþjófs sögu, fjórar sinfóníur oog smærri verk meðal annars fyrir tríó sem þær stöllur hafa nú hljóðritað. Tónleikaröð Kammermúsíkklúbbsins er aðgengileg á vefsíðu klúbbsins www.kammer.is, en tónleikar hans hafa um langt árabil verið í Bústaðakirkju. pbb@frettabladid.is
Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira