Enski boltinn

United samþykkir kauptilboð Sunderland í Campbell

Ómar Þorgeirsson skrifar
Fraizer Campbell.
Fraizer Campbell. Nordic photos/AFP

Fyrr í sumar virtist flest benda til þess að framherjinn Fraizer Campbell myndi ganga í raðir Hull frá Manchester United eftir að félögin náðu saman um kaupverð sem talið er vera í kringum 5 milljónir punda.

U-21 árs landsliðsmaðurinn tók hins vegar sinn tíma í að semja við Hull og nú er Sunderland komið í milli og hefur einnig náð samkomulagi við United um kaupverðið og búist er við því að Campbell fari til viðræðna á leikvangi Ljósins í dag.

Knattspyrnustjórinn Steve Bruce hjá Sunderland stefnir á að styrkja framlínuna hjá sér í sumar en hann ákvað að semja ekki við framherjann Djbril Cisse fyrr í sumar eftir að leikmaðurinn hafði verið á láni hjá félaginu á síðastu leiktíð.

Ásamt Campbell hjá United er Sunderland einnig orðað við kaup á framherjunum Peter Crouch hjá Portsmouth og Darren Bent hjá Tottenham.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×