Enski boltinn

Tevez-málið klárað í júní

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Tevez fagnar með félögum sínum í gær.
Tevez fagnar með félögum sínum í gær. Nordic Photos/Getty Images

David Gill, framkvæmdastjóri Man. Utd, hefur tjáð BBC-fréttastofunni að mál Carlosar Tevez verði útkljáð í júní. Flestir búast við því að hann fari frá Man. Utd en ekki er útséð með það enn.

„Þetta verður allt klárað í júní. Carlos hefur staðið sig vel og við viljum gjarnan hafa hann áfram hjá okkur en peningahliðin verður að vera skýr," sagði Gill en hann staðfesti að verið væri að ræða kaupverð á Tevez í kringum 25 milljónir punda. 

Gill staðfesti einnig að hann hefði verið að hitta Kia Joorabchian, ráðgjafa Tevez og fulltrúa, og þeir hefðu komist að samkomulagi um að hætta þreifingum í málinu í gegnum fjölmiðla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×