Umfjöllun: Flottur síðari hálfleikur skilaði sigri Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. október 2009 16:43 Jóhann Berg var á skotskónum í dag. Mynd/Daníel Ísland vann í dag 2-1 sigur á Norður-Írlandi og vann þar með sinn þriðja sigur í röð. Liðið er með níu stig í sínum riðli í undankeppni EM 2011 eftir fyrstu fjóra leikina. Leikið var í Grindavík en það voru Jóhann Berg Guðmundsson og heimamaðurinn Jósef Kristinn Jósefsson sem skoruðu mörk Íslands. Norður-Írar minnkuðu svo muninn þegar skammt var til leiksloka en þar við sat. Ísland byrjaði af miklum krafti og ætlaði greinilega að keyra hratt á norður-írsku vörnina, rétt eins og í fyrri leik liðanna ytra þegar Ísland vann ótrúlegan 6-2 sigur. En í þetta sinn gekk afar illa að skapa sér færi og átti Ísland ekki almennilega marktilraun fyrr en vel var liðið á leikinn. Gestirnir náðu því að vinna sig inn í leikinn eftir því sem á leið og fengu hættulegri færi í fyrri hálfleik en Ísland. Engin dauðafæri þó og var fyrri hálfleikur því nokkuð daufur. Íslendingar byrjuðu aftur af fullum krafti í síðari hálfleik og náðu nú að fylgja því eftir með öflugum sóknum. Á 56. mínútu átti Gylfi Þór Sigurðsson góða sendingu á hægri kantinn á Andrés Má Vilhjálmsson sem kom sér í góða stöðu. Hann gaf boltann fyrir markið á Jóhann Berg sem skoraði af stuttu færi. Afar lagleg og árangursrík sókn. Gestirnir sóttu í sig veðrið eftir þetta og ógnuðu íslenska markinu í nokkur skipti. Það gaf þó íslenska liðinu færi á skyndisóknum og liðið var nærri búið að skora annað mark eftir eina slíka á 67. mínútu. Kolbeinn Sigþórsson var þá nýkominn inn á sem varamaður og óhætt að segja að sóknarleikur íslenska liðsins hafi gjörbreyst við það. Kolbeinn lét mikið af sér kveða og svaraði því fullum hálsi að hann var settur á bekkinn fyrir leikinn. Á 70. mínútu átti Kolbeinn flotta sendingu á Andrés Má sem var sjálfur kominn í góða stöðu fyrir framan mark Norður-Íra. Hann ákvað hins vegar að gefa fyrir markið þar sem annar varamaður, Jósef Kristinn, var mættur og skoraði með föstu skoti á fjarstöng. Aðeins fjórum mínútum síðar varði Jósef svo á línu eftir að gestirnir gerðu harða hríð að marki Íslendinga. Norður-Írar sóttu nokkuð stíft á þessum mínútum og stíflan brast loksins tíu mínútum fyrir leikslok er James Lawrie skoraði af stuttu færi eftir að Haraldur Björnsson hafði varið skot félaga hans. Norður-Írar reyndu hvað þeir gátu til að jafna metin en allt kom fyrir ekki. Ísland fagnaði góðum sigri. Eyjólfur Sverrisson var reyndar sendur upp í stúku á lokamínútum leiksins fyrir að mótmæla dómgæslu dómara leiksins sem kom frá Austurríki.Ísland - Norður-Írland 2-1 1-0 Jóhann Berg Guðmundsson (56.) 2-0 Jósef Kristinn Jósefsson (70.) 2-1 James Lawrie (80.) Grindavíkurvöllur. Áhorfendur: 278. Dómari: Friz Stuchlik, Austurríki. Skot (á mark): 14-11 (4-3) Varin skot: Haraldur 1 - O'Neill 2 Horn: 8-4 Aukaspyrnur fengnar: 16-14 Rangstöður: 1-1Ísland (4-5-1): Haraldur Björnsson Skúli Jón Friðgeirsson Elfar Freyr Helgason Jón Guðni Fjóluson Hjörtur Logi Valgarðsson (65. Jósef Kristinn Jósefsson) Andrés Már Jóhannesson (89. Kristinn Steindórsson) Gylfi Þór Sigurðsson Guðmundur Kristjánsson Almarr Ormarsson Jóhann Berg Guðmundsson Alfreð Finnbogason (59. Kolbeinn Steindórsson) Fótbolti Mest lesið Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Íslenski boltinn Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Fótbolti Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Glódís og Bayern að stinga af eftir stórsigur Benítez enn með Sverri á bekknum og það borgaði sig ekki Tómas á toppnum eftir sigur á skoska risanum Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hálfíslenskt mark í sigri Fiorentina Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Útilokar ekki að koma heim Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Messi og Miami MLS-meistarar Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Sjá meira
Ísland vann í dag 2-1 sigur á Norður-Írlandi og vann þar með sinn þriðja sigur í röð. Liðið er með níu stig í sínum riðli í undankeppni EM 2011 eftir fyrstu fjóra leikina. Leikið var í Grindavík en það voru Jóhann Berg Guðmundsson og heimamaðurinn Jósef Kristinn Jósefsson sem skoruðu mörk Íslands. Norður-Írar minnkuðu svo muninn þegar skammt var til leiksloka en þar við sat. Ísland byrjaði af miklum krafti og ætlaði greinilega að keyra hratt á norður-írsku vörnina, rétt eins og í fyrri leik liðanna ytra þegar Ísland vann ótrúlegan 6-2 sigur. En í þetta sinn gekk afar illa að skapa sér færi og átti Ísland ekki almennilega marktilraun fyrr en vel var liðið á leikinn. Gestirnir náðu því að vinna sig inn í leikinn eftir því sem á leið og fengu hættulegri færi í fyrri hálfleik en Ísland. Engin dauðafæri þó og var fyrri hálfleikur því nokkuð daufur. Íslendingar byrjuðu aftur af fullum krafti í síðari hálfleik og náðu nú að fylgja því eftir með öflugum sóknum. Á 56. mínútu átti Gylfi Þór Sigurðsson góða sendingu á hægri kantinn á Andrés Má Vilhjálmsson sem kom sér í góða stöðu. Hann gaf boltann fyrir markið á Jóhann Berg sem skoraði af stuttu færi. Afar lagleg og árangursrík sókn. Gestirnir sóttu í sig veðrið eftir þetta og ógnuðu íslenska markinu í nokkur skipti. Það gaf þó íslenska liðinu færi á skyndisóknum og liðið var nærri búið að skora annað mark eftir eina slíka á 67. mínútu. Kolbeinn Sigþórsson var þá nýkominn inn á sem varamaður og óhætt að segja að sóknarleikur íslenska liðsins hafi gjörbreyst við það. Kolbeinn lét mikið af sér kveða og svaraði því fullum hálsi að hann var settur á bekkinn fyrir leikinn. Á 70. mínútu átti Kolbeinn flotta sendingu á Andrés Má sem var sjálfur kominn í góða stöðu fyrir framan mark Norður-Íra. Hann ákvað hins vegar að gefa fyrir markið þar sem annar varamaður, Jósef Kristinn, var mættur og skoraði með föstu skoti á fjarstöng. Aðeins fjórum mínútum síðar varði Jósef svo á línu eftir að gestirnir gerðu harða hríð að marki Íslendinga. Norður-Írar sóttu nokkuð stíft á þessum mínútum og stíflan brast loksins tíu mínútum fyrir leikslok er James Lawrie skoraði af stuttu færi eftir að Haraldur Björnsson hafði varið skot félaga hans. Norður-Írar reyndu hvað þeir gátu til að jafna metin en allt kom fyrir ekki. Ísland fagnaði góðum sigri. Eyjólfur Sverrisson var reyndar sendur upp í stúku á lokamínútum leiksins fyrir að mótmæla dómgæslu dómara leiksins sem kom frá Austurríki.Ísland - Norður-Írland 2-1 1-0 Jóhann Berg Guðmundsson (56.) 2-0 Jósef Kristinn Jósefsson (70.) 2-1 James Lawrie (80.) Grindavíkurvöllur. Áhorfendur: 278. Dómari: Friz Stuchlik, Austurríki. Skot (á mark): 14-11 (4-3) Varin skot: Haraldur 1 - O'Neill 2 Horn: 8-4 Aukaspyrnur fengnar: 16-14 Rangstöður: 1-1Ísland (4-5-1): Haraldur Björnsson Skúli Jón Friðgeirsson Elfar Freyr Helgason Jón Guðni Fjóluson Hjörtur Logi Valgarðsson (65. Jósef Kristinn Jósefsson) Andrés Már Jóhannesson (89. Kristinn Steindórsson) Gylfi Þór Sigurðsson Guðmundur Kristjánsson Almarr Ormarsson Jóhann Berg Guðmundsson Alfreð Finnbogason (59. Kolbeinn Steindórsson)
Fótbolti Mest lesið Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Íslenski boltinn Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Fótbolti Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Glódís og Bayern að stinga af eftir stórsigur Benítez enn með Sverri á bekknum og það borgaði sig ekki Tómas á toppnum eftir sigur á skoska risanum Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hálfíslenskt mark í sigri Fiorentina Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Útilokar ekki að koma heim Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Messi og Miami MLS-meistarar Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Sjá meira