Fótbolti

Týndi vegabréfinu í landsliðsferð og kemst ekki aftur til Hollands

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sekou Cisse (í miðju) fagnar hér með félögum sínum í landsliðinu Gervinho og Salomon Kalou.
Sekou Cisse (í miðju) fagnar hér með félögum sínum í landsliðinu Gervinho og Salomon Kalou. Mynd/AFP

Sekou Cisse verður líklega ekki með hollenska liðinu Feyenoord á móti Willem II um næstu helgi því hann týndi vegabréfinu sínu og situr fastur í heima á Fílabeinsströndinni. Cisse var í landsliði Fílabeinsstrandarinnar sem vann 5-0 sigur á Búrkína Fasó.

Sekou Cisse er 24 ára og 184 sentímetra framherji sem kom til Feyenoord í haust frá Roda JC þar sem hann hafði spilað frá árinu 2004. Cissé hefur skorað 5 mörk í 7 landsleikjum en hann sat þó á bekknum allan leikinn á móti Búrkína Fasó.

Cisse týndi eins og áður sagði vegabréfi sínu í ferðinni heim til Fílabeinsstrandarinnar og verður að bíða eftir því að hann fái nýtt vegabréf áður en hann kemst aftur til Hollands.

Það er ekki ljóst hversu langan tíma það tekur að fá nýtt vegabréf í þessu Vestur-Afríkuríki en þjálfari Feyenoord, Mario Been, heldur enn í vonina að Cissé skili sér fyrir leik helgarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×