Enski boltinn

Cech: Terry er með Chelsea hjarta

Ómar Þorgeirsson skrifar
John Terry.
John Terry. Nordic photos/Getty images

Vangaveltur um framtíð John Terry hjá Chelsea halda áfram en talið er að Manchester City sé búið að leggja fram þriðja kauptilboðið eftir að Lundúnafélagið neitaði fyrstu tveimur boðunum.

Samkvæmt Sky Sports fréttastofunni mun þriðja kauptilboðið hljóða upp á um 40 milljónir punda.

Peter Cech, markvörður Chelsea, segist óviss þegar hann var spurður um möguleikanum á því að fyrirliðinn fari.

„Ég veit að innst inni vill Terry vera áfram hjá Chelsea vegna þess að hann er með Chelsea-hjarta. En stundum vilja menn prófa eitthvað nýtt og leita að nýjum áskorunum. Þannig að maður veit aldrei hvað gerist," segir Cech í samtali við Sky Sports.

Carlo Ancelotti heldur sinn fyrsta blaðamannafund sem stjóri Chelsea sem hófst kl. 09 að íslenskum tíma og þá er búist við því að hann svari spurningum um framtíð Terry en Ítalinn mun hafa fundað með honum snemma í morgun.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×