Enski boltinn

Draumatvenna Gerrards

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Steven Gerrard.
Steven Gerrard. Nordic Photos/Getty Images

Steven Gerrard er í góðum anda þessa dagana og er þegar farinn að telja niður í næsta tímabil. Hann dreymir stóra drauma fyrir næsta tímabil enda vill hann vinna ensku deildina með Liverpool og svo HM með enska landsliðinu.

Gerrard hefur viðurkennt að titilvonir Liverpool séu litlar sem engar en leyfir sér samt að dreyma.

„Við fáum kannski eitt tækifæri í viðbót ef Arsenal skyldi gera okkur greiða um helgina. Ef það gerist ekki þá verðum við að líta á þær framfarir sem hafa orðið hjá okkur. Það hefur verið ánægjuleg tilbreyting að taka þátt í hlaupinu um bikarinn allt til enda," sagði Gerrard.

„Við höfum tekið miklum framförum og frábært að vera komnir með samkeppnishæft lið við Man. Utd og Chelsea. Það væri frábært að endurtaka leikinn og gera enn betur.

„Það væri síðan ekki ónýtt að taka það sjálfstraust með á HM og komast lengra en í átta liða úrslit sem er minn besti árangur hingað til. Það væri frábært að komast langt á HM.

„Það yrði án vafa mitt besta tímabil ef við ynnum bæði deildina og HM. Það dreymir alla um slíkan árangur. Það eru margar hindranir á veginum en maður verður að hafa metnað og eiga sér drauma," sagði Gerrard bjartur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×