McCartney fær Bítlalögin í arf 6. janúar 2009 06:00 friður? Jackson vill grafa stríðsöxina með því að ánafna McCartney sinn hluta af Bítlalögunum í erfðaskrá sinni. Popparinn Michael Jackson ætlar að ánafna Sir Paul McCartney sinn hluta af stefgjöldum Bítlalaganna í erfðaskrá sinni. Jackson, sem nýlega vísaði því á bug að hann væri alvarlega veikur, vonast til að með þessu nái hann sáttum við McCartney. „Michael sagði lögfræðingum sínum að hann væri hættur að tala við Sir Paul og því vilji hann breyta,“ sagði heimildarmaður dagblaðsins The Mirror. Árið 1985 bauð Jackson hærra en McCartney og Yoko Ono í stefgjöld yfir tvö hundruð Bítlalaga og síðan þá hefur McCartney neitað að tala við fyrrum vin sinn sem hafði sungið með honum lögin Say Say Say og The Girl is Mine. Árið 1995 seldi Jackson helminginn af rétti laganna til Sony. Samt er talið að hann þéni um 40 milljónir punda á ári fyrir helminginn sem stóð eftir, eða um 7,1 milljarð króna. Stutt er síðan McCartney gerði grín að Jackson í viðtali við BBC sem á endanum var ekki birt. Jafnframt sagði hann þetta í viðtali fyrir nokkrum árum: „Það er ekki gaman að fara í tónleikaferð og þurfa að borga fyrir að syngja mín eigin lög. Í hvert sinn sem ég syng Hey Jude þarf ég að borga fyrir það.“ Mest lesið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Nældi sér í einn umdeildan Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Lífið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Fjarsambandinu loksins lokið Tónlist Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Lífið Fleiri fréttir Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Popparinn Michael Jackson ætlar að ánafna Sir Paul McCartney sinn hluta af stefgjöldum Bítlalaganna í erfðaskrá sinni. Jackson, sem nýlega vísaði því á bug að hann væri alvarlega veikur, vonast til að með þessu nái hann sáttum við McCartney. „Michael sagði lögfræðingum sínum að hann væri hættur að tala við Sir Paul og því vilji hann breyta,“ sagði heimildarmaður dagblaðsins The Mirror. Árið 1985 bauð Jackson hærra en McCartney og Yoko Ono í stefgjöld yfir tvö hundruð Bítlalaga og síðan þá hefur McCartney neitað að tala við fyrrum vin sinn sem hafði sungið með honum lögin Say Say Say og The Girl is Mine. Árið 1995 seldi Jackson helminginn af rétti laganna til Sony. Samt er talið að hann þéni um 40 milljónir punda á ári fyrir helminginn sem stóð eftir, eða um 7,1 milljarð króna. Stutt er síðan McCartney gerði grín að Jackson í viðtali við BBC sem á endanum var ekki birt. Jafnframt sagði hann þetta í viðtali fyrir nokkrum árum: „Það er ekki gaman að fara í tónleikaferð og þurfa að borga fyrir að syngja mín eigin lög. Í hvert sinn sem ég syng Hey Jude þarf ég að borga fyrir það.“
Mest lesið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Nældi sér í einn umdeildan Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Lífið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Fjarsambandinu loksins lokið Tónlist Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Lífið Fleiri fréttir Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“
Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist