Enski boltinn

Fjölmargir Íslendingar í eldlínunni í Englandi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson í leik með Reading.
Gylfi Þór Sigurðsson í leik með Reading. Nordic Photos / Getty Images

Allir íslensku knattspyrnumennirnir nema einn eru í byrjunarliðum sinna liða í neðri deildunum í Englandi í leikjunum sem hefjast klukkan 15.00.

Ívar Ingimarsson og Gylfi Þór Sigurðsson eru í byrjunarliði Reading sem mætir Bristol City í ensku B-deildinni en Brynjar Björn Gunnarsson er á bekknum.

Þá er Emil Hallfreðsson í byrjunarliði Burnley sem leikur við Crystal Palace á útivelli í sömu deild. Hið sama má segja um Heiðar Helguson hjá Watford sem mætir Peterborough á útivelli.

Kári Árnason er á sínum stað í liði Plymouth sem tekur á móti Coventry í dag. Aron Einar Gunnarsson er í byrjunarliði Coventry sem fyrr.

Þá er Ármann Smári Björnsson í byrjunarliði Hartlepool sem mætir Yeovil í ensku C-deildinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×