Þúsundir sjóðsfélaga eiga rétt á skaðabótum 9. október 2009 09:30 Haukur Örn Birgisson lögmaður hjá ERGO lögmönnum. Með nýuppkveðnum dómum Héraðsdóms Reykjavíkur í málum 18 sjóðsfélaga í peningamarkaðssjóði Landsbankans var fallist á sameiginlega bótaskyldu Landsbankans og Landsvaka vegna þess tjóns sem sjóðsfélagarnir urðu fyrir við slit sjóðsins. Eru þetta fyrstu dómarnir sem falla eftir bankahrunið þar sem einn af gömlu bönkunum er dæmdur bótaskyldur gagnvart viðskiptavinum sínum. Haukur Örn Birgisson lögmaður hjá ERGO lögmönnum, sem fluttu málin fyrir hönd sjóðsfélaganna, segir að dómarnir hafi áhrif á stöðu allra sjóðsfélaga í peningamarkaðssjóðnum. „Með dómunum var viðurkennd bótaskylda þeirra sjóðsfélaga sem urðu fyrir skerðingu þegar peningamarkaðssjóðnum var slitið. Bótaskyldan nær jafnt til aðila dómsmálanna og annarra sjóðfélaga sem voru í sömu sporum." Hluthafaskírteinishafar í peningamarkaðssjóði Landsbankans voru um 15 þúsund talsins og er því ljóst að bótaskylda Landsbankans og Landsvaka er umtalsverð. „Til að eiga möguleika á því að fá tjón sitt bætt í samræmi við niðurstöðu héraðsdóms verða sjóðsfélagar hins vegar að beina kröfu að Landsvaka og þrotabúi Landsbankans. Langt er liðið á kröfulýsingarfrest í þrotabú Landsbankans og verða sjóðsfélagar því að bregðast skjótt við." Haukur Örn vill hins vegar ekki fullyrða að tjónið fáist bætt. „Þótt bótaskylda hafi verið viðurkennd með dómi er útilokað að segja hvort og þá hve mikinn hluta tjóns síns sjóðsfélagar munu fá bættan. Eignastaða gamla Landsbankans og Landsvaka mun að lokum ráða því en sjóðsfélagar verða hins vegar að beina kröfum sínum að þessum aðilum til að þær komi til álita. Sjóðsfélagar ættu því að leita sér lögmannsaðstoðar til að koma kröfum sínum á framfæri," segir Haukur Örn. Á vefsíðunni www.sjodsfelagi.is má finna nánari upplýsingar um stöðu sjóðsfélaga gagnvart hinum bótaskyldu aðilum. Tengdar fréttir Fallist á varakröfu í Landsvakamálinu upp að vissu marki Héraðsdómur féllst í dag á kröfu handhafa hlutdeildarskírteina hjá Landsvaka, peningamarkaðssjóðs Landsbankans. Landsbankinn var sýknaður af aðalkröfu stefnandans en dómurinn féllst á varakröfu stefnenda, upp að vissu marki. 7. október 2009 13:03 Landsvaki ósammála niðurstöðu héraðsdóms Landsvaki lýsir sig ósammála niðurstöðu dóms sem féll í dag í máli átján einstaklinga sem stefndu Landsbankanum og Landsvaka, sem var vörsluaðili peningamarkassjóða Landsbankans. Dómurinn sýknaði stefndu af aðalkröfu en féllst að hluta til á varakröfu stefnenda og eru forsvarsmenn Landsvaka ósammála því. Í yfirlýsingu frá Landsvaka segir að samkvæmt dómnum hafi Landsvaka borið að lækka gengi sjóðsins þann 10. september 2008 vegna frétta um að líkur væru á að ábyrgð vegna XL Leisure Group myndi falla á Eimskip. 7. október 2009 16:22 Dæmt í peningamarkaðssjóðsmálum í dag Fyrstu dómarnir í máli gegn einum af gömlu bönkunum verða kveðnir upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Niðurstaðan mun hafa fordæmisgildi. 7. október 2009 12:18 Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Fleiri fréttir Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Sjá meira
Með nýuppkveðnum dómum Héraðsdóms Reykjavíkur í málum 18 sjóðsfélaga í peningamarkaðssjóði Landsbankans var fallist á sameiginlega bótaskyldu Landsbankans og Landsvaka vegna þess tjóns sem sjóðsfélagarnir urðu fyrir við slit sjóðsins. Eru þetta fyrstu dómarnir sem falla eftir bankahrunið þar sem einn af gömlu bönkunum er dæmdur bótaskyldur gagnvart viðskiptavinum sínum. Haukur Örn Birgisson lögmaður hjá ERGO lögmönnum, sem fluttu málin fyrir hönd sjóðsfélaganna, segir að dómarnir hafi áhrif á stöðu allra sjóðsfélaga í peningamarkaðssjóðnum. „Með dómunum var viðurkennd bótaskylda þeirra sjóðsfélaga sem urðu fyrir skerðingu þegar peningamarkaðssjóðnum var slitið. Bótaskyldan nær jafnt til aðila dómsmálanna og annarra sjóðfélaga sem voru í sömu sporum." Hluthafaskírteinishafar í peningamarkaðssjóði Landsbankans voru um 15 þúsund talsins og er því ljóst að bótaskylda Landsbankans og Landsvaka er umtalsverð. „Til að eiga möguleika á því að fá tjón sitt bætt í samræmi við niðurstöðu héraðsdóms verða sjóðsfélagar hins vegar að beina kröfu að Landsvaka og þrotabúi Landsbankans. Langt er liðið á kröfulýsingarfrest í þrotabú Landsbankans og verða sjóðsfélagar því að bregðast skjótt við." Haukur Örn vill hins vegar ekki fullyrða að tjónið fáist bætt. „Þótt bótaskylda hafi verið viðurkennd með dómi er útilokað að segja hvort og þá hve mikinn hluta tjóns síns sjóðsfélagar munu fá bættan. Eignastaða gamla Landsbankans og Landsvaka mun að lokum ráða því en sjóðsfélagar verða hins vegar að beina kröfum sínum að þessum aðilum til að þær komi til álita. Sjóðsfélagar ættu því að leita sér lögmannsaðstoðar til að koma kröfum sínum á framfæri," segir Haukur Örn. Á vefsíðunni www.sjodsfelagi.is má finna nánari upplýsingar um stöðu sjóðsfélaga gagnvart hinum bótaskyldu aðilum.
Tengdar fréttir Fallist á varakröfu í Landsvakamálinu upp að vissu marki Héraðsdómur féllst í dag á kröfu handhafa hlutdeildarskírteina hjá Landsvaka, peningamarkaðssjóðs Landsbankans. Landsbankinn var sýknaður af aðalkröfu stefnandans en dómurinn féllst á varakröfu stefnenda, upp að vissu marki. 7. október 2009 13:03 Landsvaki ósammála niðurstöðu héraðsdóms Landsvaki lýsir sig ósammála niðurstöðu dóms sem féll í dag í máli átján einstaklinga sem stefndu Landsbankanum og Landsvaka, sem var vörsluaðili peningamarkassjóða Landsbankans. Dómurinn sýknaði stefndu af aðalkröfu en féllst að hluta til á varakröfu stefnenda og eru forsvarsmenn Landsvaka ósammála því. Í yfirlýsingu frá Landsvaka segir að samkvæmt dómnum hafi Landsvaka borið að lækka gengi sjóðsins þann 10. september 2008 vegna frétta um að líkur væru á að ábyrgð vegna XL Leisure Group myndi falla á Eimskip. 7. október 2009 16:22 Dæmt í peningamarkaðssjóðsmálum í dag Fyrstu dómarnir í máli gegn einum af gömlu bönkunum verða kveðnir upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Niðurstaðan mun hafa fordæmisgildi. 7. október 2009 12:18 Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Fleiri fréttir Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Sjá meira
Fallist á varakröfu í Landsvakamálinu upp að vissu marki Héraðsdómur féllst í dag á kröfu handhafa hlutdeildarskírteina hjá Landsvaka, peningamarkaðssjóðs Landsbankans. Landsbankinn var sýknaður af aðalkröfu stefnandans en dómurinn féllst á varakröfu stefnenda, upp að vissu marki. 7. október 2009 13:03
Landsvaki ósammála niðurstöðu héraðsdóms Landsvaki lýsir sig ósammála niðurstöðu dóms sem féll í dag í máli átján einstaklinga sem stefndu Landsbankanum og Landsvaka, sem var vörsluaðili peningamarkassjóða Landsbankans. Dómurinn sýknaði stefndu af aðalkröfu en féllst að hluta til á varakröfu stefnenda og eru forsvarsmenn Landsvaka ósammála því. Í yfirlýsingu frá Landsvaka segir að samkvæmt dómnum hafi Landsvaka borið að lækka gengi sjóðsins þann 10. september 2008 vegna frétta um að líkur væru á að ábyrgð vegna XL Leisure Group myndi falla á Eimskip. 7. október 2009 16:22
Dæmt í peningamarkaðssjóðsmálum í dag Fyrstu dómarnir í máli gegn einum af gömlu bönkunum verða kveðnir upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Niðurstaðan mun hafa fordæmisgildi. 7. október 2009 12:18