Enski boltinn

Aðgerð Jagielka heppnaðist vel

AFP

Varnarmaðurinn Phil Jagielka hjá Everton ætti að verða klár í slaginn með Everton í byrjun næstu leiktíðar eftir að hafa gengist undir vel heppnaða hnéaðgerð.

Jagielka sleit krossbönd í vinstra hné í leiknum gegn Manchester City á laugardaginn var og missir því af úrslitaleiknum í enska bikarnum gegn Chelsea á Wembley þann 30. maí.

"Skurðlæknirinn var í sjöunda himni eftir aðgerðina og sagði að endurhæfingin gæti hafist nánast strax," var haft eftir lækni Everton á BBC.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×