Fótbolti

Heiðar Geir: Vorum stressaðir í byrjun

Elvar Geir Magnússon skrifar

Heiðar Geir Júlíusson skoraði sigurmark Fram gegn TNS í kvöld. Hann segist hafa bullandi trú á að Fram fari áfram.

„Við fengum alveg þrjú dauðafæri til að bæta við í seinni hálfleik á meðan þeir fengu varla færi eftir að hafa skorað þetta mark. En það er alltaf gott að vinna, þeir þurfa að ná að skora úti svo við erum í betri stöðu," sagði Heiðar Geir.

„Við vorum stressaðir í byrjun. Ég sjálfur var að klúðra fullt af einföldum sendingum. Svo um leið og við sáum að við vorum betri en þetta lið þá fór stressið úr. Eftir þennan leik hef ég bullandi trú á því að við förum áfram úr þessari viðureign."

Heiðar Geir skoraði sigurmarkið í upphafi seinni hálfleiks. „Boltinn datt vel fyrir mig. Þetta var mjög langþráð mark fyrir mig enda búinn að brenna af 2-3 færum í hverjum leik síðan í byrjun Íslandsmóts."




Tengdar fréttir

Umfjöllun: Fram vann heimasigur á TNS

Framarar unnu í kvöld 2-1 sigur á TNS frá Wales í fyrri leik liðanna í Evrópukeppninni en leikið var á Laugardalsvelli. Safamýrarpiltar byrjuðu leikinn illa og það tók þá nokkurn tíma að finna taktinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×