Enski boltinn

United er ekki endilega besta lið Englands

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Rafa Benitez.
Rafa Benitez. Nordic Photos/Getty Images

Rafa Benitez, stjóri Liverpool, er ekki tilbúinn að viðurkenna að Man. Utd sé besta lið Englands þó svo liðið verði meistari og ég sé líka í úrslitum Meistaradeildarinnar.

„United er bara liðið sem hefur fleiri stig. Það er allt og sumt. Stundum eru þeir besta liðið í upphafi tímabils, um mitt tímabilið eða með mesta stöðugleikann. Það þýðir bara að liðið hefur fleiri stig," sagði Benitez.

„Ég man ekki eftir að hafa sagt að við höfum verið bestir á einhverjum hluta tímabilsins. Bara á ákveðnum stundum. Ég ber mikla virðingu fyrir öðrum liðum en að segja hvaða lið er best á ákveðnum tímum er ekki auðvelt," sagði Spánverjinn. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×