Enski boltinn

Ballack: Chelsea mun þjarma að United

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ballack segir Chelsea ekki hafa sagt sitt síðasta orð í baráttunni.
Ballack segir Chelsea ekki hafa sagt sitt síðasta orð í baráttunni. Nordic Photos/Getty Images

Þjóðverjinn Michael Ballack hefur varað Man. Utd við því að Chelsea muni ekki gefast upp í titilbaráttunni á Englandi og ætli sér að þjarma að United eins mikið og mögulegt er.

Chelsea á aðeins eftir að spila níu leiki í deildinni en United tíu.

„Við erum ekki lið sem gefst upp. Vissulega þarf eitthvað mikið að gerast til að við verðum meistarar en maður veit aldrei hvað gerist í fótbolta," sagði Ballack.

„Við verðum að halda áfram að njóta okkar. Við erum að vinna leiki og getum ekki beðið eftir því að spila næsta leik," sagði Ballack og bætti við að það hjálpaði liðinu mikið að Didier Drogba væri búinn að finna sitt fyrra form.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×