Fótbolti

Vidic ekki með gegn Wolfsburg

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Vandræði varnarmannsins Nemanja Vidic, leikmanns Man. Utd, halda áfram en nú er ljóst að hann leikur ekki með liðinu gegn Wolfsburg í Meistaradeildinni á morgun.

United tryggir sér toppsætið í riðlinum með sigri og fær fyrir vikið væntanlega þægilegri drátt í sextán liða úrslitunum.

Vidic er veikur og hefur ekki náð sér nógu vel til þess að fara með liðinu til Þýskalands.

Er vart á bætandi hjá Man. Utd þar sem fjöldi varnarmanna er meiddur. Þar á meðal Gary Neville, Wes Brown, Rio Ferdinand, John O´Shea og Jonny Evans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×