Enski boltinn

Fáir Owen-bolir í umferð í Manchester?

Ómar Þorgeirsson skrifar
Michael Owen.
Michael Owen. Nordic photos/AFP

Breska götublaðið The Sun greinir frá því að þó svo að margir séu á því að Englandsmeistarar Manchester United hafi verið sniðugir að tryggja sér þjónustu framherjans Michael Owen, þá séu fáir sem engir aðdáendur félagsins búnir að spyrjast fyrir um boli eða treyjur merktar leikmanninum.

„Við erum vitanlega ekki búnir að fá treyjunúmerið hans ennþá og það gæti haft áhrif en við höfum heldur ekki fengið neinar fyrirspurnir um treyjur merktar honum frá aðdáendum United.

Við prentum um þrjú þúsund treyjur með nafni Wayne Rooney á bakinu en ég á ekki von á neinu nálægt því í prentun með nafni Michael Owen á bakinu," segir ónefndur starfsmaður í Manchester United megastore.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×