Enski boltinn

Ferguson hrósar leikmönnum sínum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Fergie er ánægður með strákana sína.
Fergie er ánægður með strákana sína. Nordic Photos/Getty Images

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, hefur hrósað viðhorfi leikmanna sem hafi sætt sig fullkomlega við skiptikerfið sem hann hefur þurft að nota grimmt í vetur sökum mikils álags á liðið.

Það hefur þó ekki haft áhrif á gengi United sem er enn að elta fimmuna margumtöluðu.

Ferguson viðurkennir að það sé oft erfitt að taka leikmann úr liðinu eftir góða frammistöðu en segir leikmenn hafa brugðist frábærlega við.

„Viðhorf leikmanna í vetur hefur verið frábært og þá sérstaklega þegar þeir hafa ekki fengið að spila. Það hefur enginn verið með stæla eða leiðindi yfir því.

Ég þoli samt ekki að segja leikmanni sem átti stjörnuleik að hann muni ekki spila næsta leik. Það er ekki gott en leikmenn hafa fullan skilning á þessu," sagði Ferguson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×