Enski boltinn

Ancelotti: Chelsea staðið sig betur en United

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, er á því að hans lið hafi staðið sig betur í vetur en Man. Utd. Breyti þar engu um að Chelsea hafi nýlega tapað fyrir Blackburn og Man. City.

„Við höfum staðið okkur betur það sem af er tímabili. Ég meina við erum tveim stigum fyrir ofan United á töflunni og unnum innbyrðisleikinn," sagði Ancelotti.

Hann er samt ekkert að missa sig heldur er með báða fætur á jörðinni.

„United er frábært lið. Við munum þurfa að berjast við þá allt til enda tímabilsins. Ég veit ekki hvernig staðan verður á endanum en við erum að standa okkur betur núna."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×