Enski boltinn

Dossena ánægður með Benitez

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Dossena fagnar hér marki sínu gegn Real Madrid.
Dossena fagnar hér marki sínu gegn Real Madrid. Nordic Photos/Getty Images

Ítalski landsliðsmaðurinn Andrea Dossena hefur heldur betur minnt á sig í síðustu tveimur leikjum Liverpool með mörkum gegn Real Madrid og Man. Utd.

Dossena hefur átt frekar erfitt uppdráttar hjá Liverpool síðan hann kom þangað í sumar frá Udinese á Ítalíu en er að aðlagast betur og betur.

„Það var mjög ánægjulegt að skora þessi tvö mörk. Það hefur verið mikil barátta að komast í liðið en ef maður leggur hart að sér, gefst aldrei upp þá mun maður uppskera eins og ég hef verið að gera í síðustu leikjum," sagði Dossena sem var á kantinum hjá Udinese en hefur verið notaður sem bakvörður hjá Liverpool.

„Ég fór 20 metra aftar á völlinn. Ég þurfti að venjast nýrri stöðu og boltanum á Englandi. Það var erfitt í fyrstu en með hjálp frá frábærum þjálfara eins og Benitez þá er þetta allt að koma. Maður aðlagast smám saman en verður að taka eitt skref í einu."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×