Enski boltinn

Arsenal á höttunum eftir serbnesku undrabarni

Ómar Þorgeirsson skrifar
Arsene Wenger.
Arsene Wenger. Nordic photos/Getty images

Knattspyrnustjórinn Arsene Wenger hjá Arsenal er samkvæmt heimildum Sky Sports fréttastofunnar búinn að bjóða serbneska undrabarninu Veljko Batrovic til æfinga hjá Lundúnafélaginu.

Hinn 15 ára Batrovic er sagður einn eftirsóttasti ungi sóknarmaðurinn á markaðnum í dag og félög á borð við AC Milan og Real Madrid hafa verið orðuð við hann en Wenger vonast til þess að geta sannfært leikmanninn um að vera um kyrrt í Lundúnum ef hann heillar á æfingartímanum í næstu viku.

Ef sögusagnirnar er nálægt sannleikanum þarf annars ekkert að efast um að Batrovic heilli forráðamenn Arsenal því stráknum hefur meðal annarra verið líkt við Argentínumanninn Lionel Messi hjá Barcelona.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×