Enski boltinn

Liverpool að ganga frá kaupum á ungum Dana

Ómar Þorgeirsson skrifar
Rafa Benitez.
Rafa Benitez. Nordic photos/Getty images

Samkvæmt dönskum fjölmiðlum í dag mun enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool vera nálægt því að ganga frá kaupum á hinum 16 ára gamla Nikolaj Kohlert frá Esbjerg í Danmörku.

Talið er að gengið verði frá samningum í næstu viku og Kohlert muni þá skrifa undir þriggja ára samning við enska félagið.

Kohlert er U-17 ára landsliðsmaður Dana og var á reynslu hjá Liverpool í síðasta mánuði þar sem hann heillaði knattspyrnustjórann Rafa Benitez upp úr skónum.

Kohlert spilar jafnan sem framliggjandi miðjumaður eða framherji.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×